Skip to main content
Frétt

Fundur ÖBÍ með fjármála- og efnahagsráðherraBjarna Benediktssyni

By 27. ágúst 2013No Comments

Rætt var meðal annars um þær kjara- og réttindaskerðingar sem öryrkjar hafa orðið fyrir á síðustu árum, samspil bóta, tekjutengingar og kostnað lífeyrisþega í heilbrigðiskerfinu.

Þegar ný ríkisstjórn tók til valda sendi Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ,  bréf til allra ráðherra og óskaði eftir fundum með þeim. Nú þegar hefur verið fundað með félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, innanríkisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Mánudaginn 26. ágúst síðastliðinn kom fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson á fund til ÖBÍ í Hátún 10. Á fundinum voru auk ráðherra, aðstoðarmaður hans Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri ÖBÍ, ásamt tveimur úr framkvæmdastjórn. Einnig mættu tveir starfsmenn ÖBÍ.Frá fundi ÖBÍ með fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni

Á fundinum kynnti Guðmundur stöðu öryrkja fyrir efnahagshrun og fram til dagsins í dag með hliðsjón af skýrslu Talnakönnunar hf, Þróun bóta TR til öryrkja 2008-13. Samanburður við helstu vísitölur. Rætt var um þær kjara- og réttindaskerðingar sem öryrkjar hafa orðið fyrir á síðustu árum, samspil bóta, tekjutengingar og kostnaðar lífeyrisþega í heilbrigðiskerfinu. Áherslur ÖBÍ í  kjaramálum voru lagðar fram og ítrekuð krafa ÖBÍ um að lögfesta/fullgilda Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fyrst. Töluverðar umræður voru um kjör öryrkja og loforð stjórnvalda í þeim efnum í kosningabaráttunni. Að lokum var ályktun aðalstjórnar Ö frá 22. ágúst síðastliðinn kynnt.

ÖBÍ bindur vonir við að fundurinn verði til þess að auka skilning ráðherra á málefnum fatlaðra og öryrkja.