Skip to main content
Frétt

Björt framtíð -hljóðbók MND-félagsins

By 26. maí 2009No Comments
Á vegum MND-félagasins er komin út hljóðbók sem hetir „Björt framtíð“ um er að ræða safn greina eftir 49 höfunda, þar á meðal forseta Íslands.

Höfundar greinanna koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra eru eins og fyrr segir forseti Íslands en einnig biskup Íslands, bæjarstjórar, húsmóðir, prófessorar, verkstjórar, iðnaðarmaður, forstjórar, klæðskeri og prestar.

Í tilefni af útgáfunni bauð MND félagið greinahöfundum og aðstandendum verksins til fundar í Fjörugarðinum í Hafnarfirði í hádeginu í gær þar sem Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands var afhent fyrsta eintakið af hljóðbókinni. Við það tilefni hélt Guðjón Sigurðsson, formaður, MND-félagsins ræðu.

Upplestur á hljóðbók

Upplestur skiptist þannig að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, les eigin grein. Að öðru leiti er upplestur á hljóðdisknum „Björt framtíð“ skipt þannig að ávarp formanns MND félagsins og kynningar les Pálmi Gestsson leikari, aðrar greinar lesa leikararnir Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson.

Símasala eða panta á vef MND

Hljóðbókin er safn þriggja hljóðdiska og verður hún seld í símasölu næstu vikurnar. Einnig verður hægt að panta hana í gegnum heimasíðu MND félagsins www.mnd.is .