Skip to main content
Frétt

Blindir og sjónskertir – mannréttindi verði virt í kosningum til stjórnlagaþings

By 24. nóvember 2010No Comments


Blindir og sjónskertir hafa kvartað til dóms- og mannréttindaráðuneytisins vegna framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings á laugardag.

Telja þeir brotið á sínum mannréttindum og að kosningin feli í sér mismunun í þeirra garð.

Í bréfi sem Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur þeirra sendir til Dóms- og mannréttindaráðherra og segir meðal annars; „Það er grundvallarregla allra lýðræðisríkja að menn fái notið kosningaréttar síns við frjálsa kosningu og að þeir fái á kjörstað notið réttinda sinna til að kjósa fulltrúa sína með leynilegri kosningu,“

Frétt um málið og bréfið í heild á heimasíðu blind.is