Skip to main content
Frétt

Bókaútgáfa og sögusýning ÖBÍ

By 14. nóvember 2011No Comments

Eitt samfélag fyrir alla, saga Öryrkjabandalags Íslands í 50 ár, er skráð af Friðriki G. Olgeirssyni, sagnfræðingi. Sögusýningin stendur til 27. nóvember.

Eitt samfélag fyrir alla er hálfrar aldar saga Öryrkjabandalags Íslands sem stofnað var 5. maí 1961 af sex félögum öryrkja og styrktarfélögum sem störfuðu að hagsmunamálum þeirra. Í máli og myndum greinir höfundurinn, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, frá þrotlausri baráttu fatlaðs fólks, starfsfólks bandalagsins og annarra velunnara fatlaðra fyrir bættum kjörum þeirra og auknum möguleikum til þátttöku í samfélaginu. Þrátt fyrir miklar framfarir á fyrri Bákarkápa 50 ára sögu ÖBÍhluta 20. aldar á fjölmörgum sviðum sat fatlað fólk lengi eftir.

Með stofnun sérfélaga þess og Öryrkjabandalagsins var kyrrstöðunni létt og smám saman tókst að ná fram breytingum. Örorkubótum var komið á, aðgengi var bætt, ferðaþjónusta og y?mis aðstoð innleidd og stofnaður var Hússjóður Öryrkjabandalagsins, nú Brynja – Hússjóður, sem byggt hefur fjölda íbúða, þar á meðal Hátúnsblokkirnar sem á sínum tíma var gríðarmikið átak í húsæðis- og félagsmálum öryrkja.

Í Sögu Öryrkjabandalags Íslands 1961–2011 er jöfnum höndum greint frá þróun og uppbyggingu bandalagsins í hálfa öld og öllu því fjölbreytta starfi sem bandalagið hefur staðið að í samvinnu við aðildarfélögin, sem nú eru orðin 33, önnur félög, fyrirtæki, einstaklinga og opinbera aðila. Oftast hefur ÖBÍ starfað að þeim án þess að kastljBrynhildur Arthúrsdóttir formaður afmælisnefndar ÖBÍ afhendir Friðriki G. Olgeirssyni blóm og áritað bók hans um 50 ára sögu ÖBÍ.ós fjölmiðla hafi beinst að því en stundum hefur komið til mikilla átaka sem þótt hafa fréttnæm. Svo var til dæmis um makatenginguna svokölluðu um ny?liðin aldamót þegar Öryrkjabandalagið varð að leita réttar öryrkja vegna aðgerða ríkisstjórnar landsins fyrir dómstólum. Er sú saga rakin í bókinni lið fyrir lið og ljósi varpað á atburðarásina. Einnig er fjallað ítarlega um deilurnar við ríkisvaldið um aldurstengingu örorkubóta en um hana var gerður samningur árið 2003 sem ekki var staðið við. Um 250 ljósmyndir pry?ða bókina og auka gildi hennar.

Af þessu tilefni var um leið opnuð sögusýning í sal Ráðhúss Reykjavíkur. Á sýningunni eru svipmyndir úr 50 ára starfi bandalagsins í máli og myndum. Sögusýningin stendur til 27. nóvember.

Mynd um Sögu ÖBÍ var frumsýnd á afmælishófi bandalagsins í maí sl. Í október síðastliðnum var hún svo sýnd í Ríkissjónvarpinu.

Í dag var myndin svo sett á heimasíðu ÖBÍ og útgáfur með táknmáli og á ensku mun birtast þar bráðlega.