Skip to main content
Frétt

Bréf ÖBÍ til allra alþingismanna

By 20. nóvember 2014No Comments

Þar eru birtar tillögur bandalagsins við fjárlög ríkisins árið 2015.

Formaður Öryrkjabandalags Íslands sendi öllum þingmönnum bréf í gær 19. nóvember. Bréfið varðar athugasemdir og tillögur bandalagsins við fjárlög ríkisins árið 2015. Markmið bréfsins er að óska eftir að þingmenn taki til athugunar þær ábendingar sem fram eru settar í bréfinu við síðari umræður um fjárlögin á Alþingi. Er það trú ÖBÍ að þingmenn vilji byggja betra samfélag, samfélag fyrir alla. Nú er lag því enn er hægt að hafa áhrif á fjárlögin.

Helstu atriði sem dregin voru fram í bréfinu

Innleiðing og lögfesting Samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

ÖBÍ leggur til að samningurinn SRFF verði löggiltur hið fyrsta því það mun lyfta grettistaki í málefnum fatlaðs fólks. ÖBÍ fagnar hækkun sem lögð er í málaflokkinn en bendir á að nota þurfi nokkurn hluta þeirrar fjárhæðar í notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), en ekki hefur verið gert ráð fyrir fjármagni til þess í fjárlögum né til lögfestingar SRFF.

Almannatryggingar – krafa um leiðréttingu kjaragliðnunar.

Í fjárlögum er gengið út frá að launavísitala í árslok 2014 verði 5,2%. Á sama tíma er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga, elli- og örorkulífeyrir, hækki um 3,5%.

ÖBÍ bendir á að lífeyrisþegar bíða enn leiðréttingar kjaragliðnunar síðustu ára. Frá janúar 2008 til janúar 2013 hefðu bætur almannatryggingar átt að hækka um 51,2%. Hækkun óskertra bóta á tímabilinu var um 29%.  ÖBÍ legggur til að kjaragliðnunin verði leiðrétt í þrepum á næstu þrem árum.

Sjúkratryggingar – falli frá auknum kostnaði sjúklinga.

Ríkið stefnir á að lækka útgjöld sín vegna S-merktra lyfja um 145 milljónir króna og draga úr útgjöldum málaflokksins til lyfja með 305 milljóna króna.

ÖBÍ skorar á stjórnvöld að falla frá þeim hækkunum og auknu greiðsluálögum á sjúklinga og öryrkja sem boðaðar hafa verið.

Skattamál – vill óbreytta % á neðra þrep VSK. 

Kerfisbreyting á virðisaukaskatti, hækkun neðra þreps úr 7% í 11% svonefndur „matarskattur“ ÖBÍ bendir á að í neðra þrepi er meðal annars öll mat- og drykkjarvara til manneldis. Tekjulágir hópar þurfa að verja stærri hluta tekna sinna til matarkaupa en tekjuhærri.

Þá er lagt til óbreytt neðra skattþrep virðisaukaskatts, afnám VSK af lyfjum og afnám vörugjalda. Einnig er lögð til hækkun persónuafsláttar sem er einföld og skilvirk leið til að bæta stöðu lágtekjufólks auk lækkunar skattprósentu í fyrsta skattþrepi tekjuskatts og fleira.

Bréf til þingmanna í heild