Skip to main content
Frétt

Breytingar á almanntryggingum samkvæmt frumvarpi

By 27. febrúar 2008No Comments
Á Alþingi 19. febrúar síðastliðinn lagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fram frumvarp um breytingar á lögum almannatrygginga nr. 100/2007. 
Á þingfundi 21. febrúar var frumvarpið samþykkt til 2. umræðu og vísað til félags- og tryggingamálanefnda Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að;
  • tekjutenging maka verði afnumin
  • frítekjumark upp á 90.000 kr. verði sett á fjármagnstekjur
  • aldurstengd uppbót verði 100% til 18-24 ára í stað 18-19 ára eins og lögin eru í dag, og hlutfall af bótum miðað við aldur hækkar lítið eitt á aðra aldurshópa
  • aðgerðir til að draga úr of- og vangreiðslum

Í athugasemdum með frumvarpinu kemur einnig fram að verkefnastjórnin sem skipuð var í október af félags- og tryggingamálaráðherra vinni áfram að því markmiði að einfalda almannatryggingakerfið. Um er að ræða heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar og er verkefnastjórninni ætlað að skila samræmdum tillögum fyrir 1. nóvember 2008.