Skip to main content
Frétt

Breytingar á gjaldskrám SI vegna heilbrigðisþjónustu 2013

By 2. janúar 2013No Comments

Sjúkratryggingar Íslands (SI) munu frá áramótum veita styrk til kaupa á glútensnauðu sérfæði fyrir börn. Komugjöld á heilsugæslu verða eins og 2012, en flest allt annað hækkar.

Nokkrar breytingar verða á gjaldskrám hjá Sjúkratryggingum Íslands á nýju ári 2013.

  • Endurgreiðslur fyrir tannlækningar barna haldast eins fram til 1. apríl.
  • Komugjöld á heilsugæslustöðvar breytast ekki og áfram verður frítt fyrir komur barna að 18 ára aldri.
  • Gjöld sérfræðilækna hækka
  • Afsláttarkort vegna heilbrigðisþjónustu á almanaksárinu hækkar

Sjá töflu með upplýsingum um gjaldskrá vegna heilsugæslu og læknisþjónustu.


  • Greiðsluþátttaka einstaklinga vegna lyfjakaupa hækkar um 3,9%
  • Hækkun verður á kostnaði við sjúkraþjálfun
  • Kostnaður þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir hækkar.

Styrkur til kaupa á glútensnauðu sérfæði fyrir börn. Sjúkra- og slysabætur hækka

Frá áramótum verður veittur styrkur til kaupa á glútensnauðu sérfæði fyrir börn að 18 ára aldri vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti. SÍ greiða 70% á grundvelli innkaupaheimildar þó að hámarki 14.000 kr. á mánuði.

Sjúkradagpeningar og slysabætur hækka. Sjá upphæðir.

Nánar um breytingarnar – gjaldskrár og reglugerðir á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.