Skip to main content
Frétt

Breytingar á lífeyrisgreiðslum frá TR

By 4. júlí 2008No Comments
Þann 1. júlí hækkaði frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega úr 25.000 í 100.000 og inn kom frítekjumark kr. 25.000 á lífeyrissjóðstekjur. Einnig hækkaði aldurstengd uppbót.
 

Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar úr 25.000 í 100.000 kr. á mánuði tímabundið til áramóta 2008/2009. 

Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 25.000 kr. á mánuði. (300.000 kr. á ári) þeir öryrkjar sem fá innan við 300.000 krónur í örorkulífeyri frá lífeyrissjóði verða ekki fyrir skerðingu á greiðslum frá TR.