Skip to main content
Frétt

Breytingar á réttindum almannatrygginga um áramót

By 3. janúar 2013No Comments

Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt – bætur almannatrygginga hækka um 3,9%. Leiðrétting á janúargreiðslu berst 9. janúar 2013.

Breytingarnar gilda frá 1. janúar 2013 og eru sem hér segir:
  • Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9 %.
  • Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar (s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót).
  • Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.
  • Lágmarksframfærslutrygging hækkar úr 203.005 kr. og verður 210.922 kr. fyrir einstakling sem býr einn en úr 174.946 kr. í. 181.769 kr. fyrir þá sem eru í sambúð.
  • Orlofsuppbót verður eins og hún var fyrir 2012, þ.e. 20% og desemberuppbót 30% af tekjutryggingu og heimilisuppbót.
Af hverju voru greiðslur þann 1. janúar þær sömu og í nóvember?
Upplýsingar um breytingar á réttindum um áramót bárust Tryggingastofnun mjög seint, eða 31.desember 2012. Það var því ekki hægt að hafa þær breytingar í greiðslunni 1. janúar. Unnið er að því að leiðrétta allar fjárhæðir og reikna út greiðslur miðað við nýjar forsendur fyrir allt árið. Þeirri vinnu lýkur 9. janúar og verða inneignir ef við á greiddar út þann dag.
 

Minnt er á að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlun lífeyrisþega. Ef greiðslur hafa lækkað getur þurft að fara yfir hana og breyta ef ástæða er til.