Skip to main content
Frétt

Breytingar á réttindum örorku- og endurhæfingarlífeyris 2008-2012

By 17. desember 2012No Comments

Þann 28. nóvember síðastliðinn fékk ÖBÍ, Sigríði Lillý Baldursdóttur, forstjóri TR, til að halda fræðslu- og upplýsingafund fyrir fulltrúa aðildarfélaga og starfsmenn ÖBÍ. Góð mæting var á fundinn.

Sigríður Lillý fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á þjónustu TR við öryrkja og hvaða breytingar hafa orðið á réttindum til örorku- og endurhæfingarlífeyris frá TR á tímabilinu 1. febrúar 2008 til dagsins í dag. Sýndi tölur um miðgildi tekna í janúar 2012 og fleirar. Fjallaði um Tekju- og greiðsluáætlun árið 2013.

Loks ræddi hún um nefndarvinnu sem er hafin um upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Hvatti hún ÖBÍ til að gera allt til að eiga fulltrúa í þeirri nefnd. Mikilvægt væri að rödd fulltrúa ÖBÍ heyrðist því um flókið mál væri að ræða og mikilvægt að vandað yrði til verks frá upphafi.