Skip to main content
Frétt

Breytingar gerðar á lögum ÖBÍ

By 31. mars 2010No Comments
Á framhaldsaðalfundi ÖBÍ þann 27. mars.

Framhaldsaðalfundur ÖBÍ var haldinn þann 27. mars síðastliðinn þar sem fyrir voru teknar tillögur SÍBS um lagabreytingar sem fram voru lagðar á aðalfundi bandalagsins október 2009.

Laganefnd var skipuð til að fara yfir tillögur SÍBS og lagði nefndin til aðra útfærslu á einum lið af þrem sem SÍBS vildi sjá breytingar á. Niðurstöður urðu þær að tillaga lagnefndar og ein tillaga SÍBS voru samþykktar og einni tillögu vísað frá til nánari útfærslu. Breytingar sem samþykktar voru eru feitletraðar í texta og eru eftirfarandi :

A-liður 4. greinar laganna verður þannig eftir breytingu:

A. Aðalfundur bandalagsins fer með æðstu völd í málefnum þess. Á aðalfundi eiga rétt til setu 3 fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi bandalagsins. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:

Félög með < = 100 fullgilda félaga fá 2 fulltrúa.

Félög með 101-1000 fullgilda félaga fá 3 fulltrúa.

Félög með fleiri en 1000 fullgilda félaga fá 3 fulltrúa og svo 1 fulltrúa fyrir hvert byrjað þúsund. Þó aldrei fleiri en 6 fulltrúa.

Þremur vikum fyrir aðalfund skulu aðildarfélög skila framkvæmdastjórn félagaskrá sinni og staðfestum ársreikningi síðasta árs. Félög sem ekki skila félagaskrá eða ársreikningi í samræmi við lög fá 2 fulltrúa á aðalfundi.

Fjöldi félagsmanna reiknast út frá fullgildum félögum skv. gildandi lögum hvers félags.

Einn aðalfundarfulltrúi frá hverju félagi skal tilnefndur í aðalstjórn Öryrkjabandalagsins. Við tilnefningu félags á fulltrúum á aðalfund skal gæta jafnræðis kynjanna.

G-liður 4. greinar laganna verður þannig eftir breytingu:

G. Á fundinum skal kjósa fimm manna kjörnefnd sem geri tillögur um fulltrúa í framkvæmdastjórn á næsta aðalfundi bandalagsins. Óheimilt er að kjósa sama einstakling í kjörnefnd oftar en átta sinnum samfellt.