Skip to main content
Frétt

Breytingar lífeyrisgreiðslna 1. júlí

By 8. ágúst 2013No Comments

Reiknivél TR hefur verið uppfærð. Örfáir öryrkjar munu njóta góðs af.

Eins og fram hefur komið í fréttum munu þær tvær breytingar á kjörum lífeyrisþega, sem félags- og húsnæðismálaráðuneyti fékk framgengt á Alþingi í júní síðastliðnum, ekki hafa áhrif á bætta afkomu nema örfárra öryrkja sem hæðstar hafa lífeyrissjóðstekjur. Því staðreyndin er sú að rétt um helmingur öryrkja á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði og fæstir ná því að fá greiddar 214.602 krónur brúttó eða hærra frá sínum lífeyrissjóði á mánuði.

Breyting sú sem gerð var lífeyrisþegum til hagsbóta tók til þess að lífeyrissjóðtekjur sem næmu þessari upphæð eða hærri skertu ekki grunnlífeyri almannatrygginga. ÖBÍ mótmælti kröftuglega á sínum tíma þegar þessu ákvæði var bætt inn í almannatryggingalögin.

Hin breytingin sem gerð var snýr að frítekjumörkum hjá ellilífeyrisþegum eingöngu en nú er þeirra frítekjumark hið sama og verið hefur hjá öryrkjum um nokkur og ár. Upphæð frítekjumarksins verður sú sama til loka árs 2014.

Reiknivél Tryggingarstofnunar ríkisins hefur verið uppfærð miðað við breytingarnar sem tóku gildi 1. júlí.