Skip to main content
Frétt

Breytingar meðlagsgreiðslna og annarra framfærsluframlaga

By 25. febrúar 2010No Comments
Í lok nóvember 2009 tók gildi ný reglugerð nr. 945/2009 um framkvæmd meðlagsgreiðslna og annarra framfærsluframlaga sem TR hefur milligöngu með. Um eftirfarandi breytingar er að ræða:
  • Upphaf greiðslna – gamlir meðlagssamningar. Þegar meðlagssamningar eru eldri en tveggja mánaða greiðist einungis frá byrjun þess mánaðar sem umsókn og öll fylgigögn hafa borist, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi sem geta réttlætt greiðslur lengra aftur í tímann, allt að 12 mánuði.
  • Nýjar stöðvunarástæður vegna meðlagsgreiðslna.
  • Nýjar stöðvunarástæður við framlagi vegna náms.
  • Hámark sett á sérstakt framlag vegna skírnar, fermingar og greftrunar.
  • Búseta erlendis. Tryggingastofnun er einungis skylt að greiða meðlagsmóttakanda meðlag ef hann er búsettur hér á landi eða ef ákvæði milliríkjasamninga mæla fyrir um það (t.d. EES samningur)

Sjá nánar á vef Tryggingastofnunar, tr.is


Reglugerð 945/2009 um framkvæmd meðlagsgreiðslna og annarra framfærsluframlaga (opnast á vef Stjórnartíðinda)