Skip to main content
Frétt

Breytt símaþjónusta TR og SÍ

By 5. maí 2014No Comments
Frá 1. maí færðist hluti símaþjónustu Tryggingarstofnunar ríkisins (TR) yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

 Framvegis verður símaþjónusta SÍ veitt í síma 515 0000. Erindi sem SÍ sinnir eru:

 • Ferðakostnaður innan- og utanlands
 • Hjálpartæki
 • Læknishjálp og afsláttur vegna heilbrigðisþjónustu
 • Lyfjamál
 • Þjálfun, þ.e. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun
 • Næringarefni
 • Slysatrygging
 • Sjúklingatrygging
 • Sjúkradagpeningar
 • Tannlækningar

Símaþjónusta TR verður í síma 5604460. Erindi sem TR sinnir eru:

 • Örorkulífeyrir
 • Barnalífeyrir
 • Dánarbætur
 • Ellilífeyrir
 • Endurhæfingarlífeyrir
 • Greiðslur til foreldra langveikra og fatlaðra barna
 • Greiðslur til lifandi líffæragjafa
 • Meðlagsgreiðslur
 • Mæðra- og Feðralaun
 • Umönnunargreiðslur
 • Þátttaka í dvalarkostnaði