Skip to main content
Frétt

Breytt sýn á fegurð

By 2. apríl 2014No Comments
Kíkið á nýja sýn í myndatökum af fötluðu fólki.

Fyrir fjórum árum komst Kathryn Driscoll frá Chicago að því að sjötta barnið hennar myndi fæðast með Downs heilkennið. Hún eignaðist dóttur og tók fallegar myndir af henni og deildi myndunum á vefsíðu sinni og vonaðist til þess að fyrirtæki myndu vilja fá dóttur hennar til að sitja fyrir í auglýsingum.

Framtakið vatt fljótt upp á sig og brátt var Driscoll farin að leita að fleiri börnum til þess að sitja fyrir í auglýsingum.
Þá stofnaði hún Changing the Face of Beauty. Á heimasíðu framtaksins má finna börn og unglinga sem eru fötluð og eru tilbúin til þess að sitja fyrir í auglýsingum.

Markmiðið sé að sýna heiminum hversu fallegir þessir einstaklingar eru.

Sjá frétt í heild á Smartland Mörtu Maríu, 1. apríl 2014.