Skip to main content
Frétt

Breytt verklag TR vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum  og dýrum bifreiðum vegna barna.

By 26. júní 2012No Comments

Tryggingastofnun, Umhyggja og Landssamtökin Þroskahjálp vekja athygli á breyttu verklagi Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum  og dýrum bifreiðum vegna barna. Breytt verklag er vegna nýrrar túlkunar Úrskurðanefndar almannatrygginga á ákv.laga um bifreiðastyrki.

Foreldrar hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslna hafa hingað til getað fengið uppbót skv. 3. gr. reglugerðar nr. 170/2009 og styrk, að andvirði 1.200.000 kr. skv. 4. gr. sömu reglugerðar. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að þessir aðilar geti einnig átt rétt á 50-60% styrk skv. 5. gr. rgl. að uppfylltum öðrum skilyrðum. Sjá fréttina í heild á heimasíðu TR.