Skip to main content
Frétt

Brotalöm í velferðarkerfinu

By 9. apríl 2010No Comments
Velferðarvaktin kallar eftir neysluviðmiði, ráðherra tekur undir þörfina.

Í hádegisfréttum RÚV 6. apríl sl. sagði formaður Velferðarvaktarinna, Lára Björnsdóttir, að „…ekki væri boðlegt að mörghundruð manns biðu matargjafa í hverri viku.“  „… það brýtur niður sjálfsmynd fólks.“  Fram kom í viðtalinu að Velferðarvaktin mundi fjalla um mikilvægi þess að setja neysluviðmið, svo unnt sé að miða opinbera aðstoð við það. . Viðtali við Láru í heild.

Í sjónvarpsfréttum sama dag var rætt við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, VG-grænum og Árna Pál Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. Guðfríður sagði m.a. „ …komin tími á að Íslendingar horfist í augu við að fátækt er á Íslandi…“ —  og Árni Pál sagði ekki æskilegt að fólk stæði í biðröð eftir mat – brýnt væri að setja neysluviðmið, en lofaði þó engu um að hækkun framfærslu á næstunni vegna fjármagnsskorts hjá ríkinu. Frétt Kristínar Sigurðardóttir um málið.

Í Síðdegisútvarpinu, þann 7. apríl, var rætt við Hörpu Njálsdóttur, sem rannsakað hefur fátækt á Íslandi. Hún sagði meðal annars „að horfa upp á fólk bíða í biðröðum eftir mat hefur verið viðvarandi á Íslandi frá 1997.  Ákveðin brotalöm væri í velferðarkerfinu, ylli mjög slæmri stöðu  fólks. Þetta væri fyrst og fremst vandi samfélagsins, því allan þenna tíma hafi stjórnvöld ekki axlað ábyrgð á að leysa þann vanda sem upp var komin, afneitun hefði verið í gangi. Ísland hefur sett miklu minna í útgjöld til velferðarmál en önnur norðurlönd.  Einnig sagði Harpa að lágmarksframfærsla hafi ekki verið skilgreind á Íslandi.  Viðtalið við Hörpu í heild sinni.