Skip to main content
Frétt

Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins er flutt

By 16. mars 2011No Comments

í Hátún 10c, 105 Reykjavík, s. 570-7800. (áður vinnustað Múlalundar)

Í síðastliðinni viku flutti Brynja hússjóður ÖBÍ í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Hátúni 10c, en vinnustaður Múlalundar var áður í þessu húsnæði.

Í maí er stefnt á að Vinnustaðir ÖBÍ þ.e. Örtækni og Saumastofa flytjast í þetta sama hús það er í Hátún 10c. Öll starfsaðstaða hjá Vinnustöðunum batnar til muna við það, en sem stendur búa starfsmenn þar við mikli þrengsl.

Skrifstofa ÖBÍ verður áfram á sama stað og verið hefur að Hátúni 10.

Vegna flutnings Brynju stendur nú yfir endurskipulagning á þeim skrifstofum sem voru þeirra, en verða nú nýttar fyrir starfsfólk ÖBÍ. Þar haf líkt og hjá Brynju og Vinnustöðum ÖBÍ verið mikil þrengsli og sumir starfsmanna ÖBÍ ekki haft starfsstöð á skrifstofunni til þessa. Aðstaða allra batnar því til muna við þessar breytingar. 

Beðist er velvirðingar á truflunum sem allt þetta rask hefur í för með sér þ.e. bæði um tölvupóst, síma og í afgreiðslu.  Breytingum hjá ÖBÍ á að vera lokið um mánaðarmótin mars-apríl nk.