Skip to main content
Frétt

Dæmi um breytingar á örorkulífeyri frá 1. janúar 2007-1. apríl 2008

By 12. apríl 2008No Comments
ÖBÍ hefur reiknað út nokkur dæmi sem snúa að breytingum bóta fyrir örorkulífeyrisþega sem býr einn og hjónafólk þar sem báðir aðilar eru á örorkubótum. Á heimasíðu TR má finna dæmi um breytingar hjá hjónafólki eftir að tekjutenging var afnumin. Eins og fram hefur komið varð hækkun 1. apríl á bótum almannatrygginga um 4% í tengslum við nýgerða kjarasamninga, sú hækkun gildir frá 1. febrúar 2008.

Skerðing á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna launatekna maka var afnumin 1. apríl. Vasapeningar til einstaklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækkaði ef þeir eru ekki með neinar aðrar tekjur. Einnig var sett frítekjumark á fjármagnstekjur lífeyrisþega 90.000 krónur og gildir frá 1. janúar 2007.

Hjá TR hafa verið reiknuð út nokkur dæmi sem sýna áhrif niðurfellingar tekjutengingar fyrir hjón. sem er veruleg í sumum tilfella. Einnig er skoðuð dæmi frá tímabilin 1. janúar 2007- 1. apríl 2008.

Hjá ÖBÍ hafa verið reiknuð út nokkur dæmi varðandi bætur örorkulífeyrisþega sem býr einn og hjónum þar sem bæði eru á örorkubótum. Reiknaðar eru breytingar frá 1. janúar 2007 – 1. apríl 2008, mun minni breytingar verða hjá þessum aðilum. Tenglar á:

  • Örorkulífeyrisþegi sem býr einn (aftengdur tengill).
  • Hjón bæði á örorkubótum (aftengdur tengill).

Reiknivél TR öflugri

Nú hefur TR sett inn á heimasíðu sína öflugri reiknivél sem hægt er að reikna í bæturnar á tímabilinu 1. janúar – 1. apríl 2008. Tenglar hér á eftir á vef TR opnast í nýjum glugga.

1. janúar 2007  
1. janúar 2008
1. febrúar 2008 
1. apríl 2008  
 

Til að skoða hverjar heildarbætur almannatrygginga eru frá 1. apríl og hverjar skerðingarprósenturnar eru á hvern bótaflokk má skoða greiðslutegundir lífeyristrygginga 1. apríl 2008 á vef TR. 

Einnig er að finna á þeim vef upplýsingar um eldri upphæðir bóta.


Ath. Tenglar til TR og reiknivélar stofnunarinnar voru allir í ólagi í október 2019 og því aftengdir. Hægt er að skoða fréttina eins og hún var á vefsafn.is