Skip to main content
Frétt

Dagdeildargjöld verða afnumin 1. apríl

By 23. mars 2009No Comments
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem tekur gildi fyrsta apríl nk. sem afnemur dagdeildargjöld á heilbrigðisstofnunum, sem sett voru á með reglugerð um síðustu áramót.

Með reglugerð sem tók gildi um síðustu áramót voru lögð á innritunargjöld á sjúkrahús og svokölluð dagdeildargjöld. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að afnema innritunargjöldin þegar hann tók við ráðuneytinu en dagdeildargjöldin eru enn innheimt.

Þau eru innheimt af þeim sem nýta þjónustu á dagdeildum heilbrigðisstofnana og ná til geðsviða, endurhæfingardeilda s.s. Grensásdeildar og blóðskilunardeildar sem nýrnasjúkir þurfa reglulega á að halda. Gjaldið nemur 1.600 krónum og átti að skila heilbrigðiskerfinu um tíu milljónum króna á þessu ári.

Sjá alla fréttina á mbl.is