Skip to main content
Frétt

Dómsuppkvaðning í Hæstarétti í dag!

By 17. desember 2009No Comments
Í dag 17. desember kl. 16.00, verður upp kveðinn dómur í Hæstarétti í máli Margréti Ingibjörgu Marelsdóttur gegn Gildi lífeyrissjóði. Þá skýrist hvort þúsundir lífeyrisþega fá leiðréttingu sinna mála gagnvart lífeyrissjóðum þeim sem skertu eða felldu niður greiðslur örorkulífeyris til þeirra árin 2007, 2008 og 2009.

Forsaga málsins er sú að ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd Margrétar sem lenti í tekjuathugun lífeyrissjóðs síns 2007 og varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Fjöldi öryrkja, um 1.600 manns, varð fyrir skerðingu niðurfellingu greiðslna á sama tíma frá þeim 9 lífeyrissjóðum sem stóðu að þessari framkvæmd.

Fjölmarga öryrkja sem hafa orðið fyrir skerðingum á árunum 2007, 2008 og 2009

Árið 2009: 1.900 einstaklingar urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla. Um 1200 öryrkjar urðu fyrir skerðingum, 700 öryrkjar misstu þær alveg. Sumir urðu fyrir þessu 1. nóvember en flestir þann 1. desember sl.  

Árið 2008: 1.254 urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla.

Árið 2007: 1.600 urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla.