Skip to main content
Frétt

Dómur Evrópudómstólsins um skyldur vinnuveitenda

By 5. júlí 2013No Comments
Hugtakaskilgreiningar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru lagðar til grundvallar í málinu

Fimmtudaginn 4. júlí 2013 var kveðinn upp áhugaverður dómur hjá Evrópudómstólnum.

Dómur Evrópudómstólsins

Í dómnum er fjallað um skyldur aðildarríkja til að setja í lög ákvæði sem skuldbinda vinnuveitendur, innan skynsamlegra marka, til að gera raunhæfar og nytsamlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlaðir einstaklingar geti notið aðgengis, þátttöku, framþróunar og þjálfunar í starfi. Dómstóllinn leggur hugtakaskilgreiningar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til grundvallar í málinu, enda hefur samningurinn verið innleiddur í flestum ríkjum Evrópusambandsins.

Umsögn ÖBÍ um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði dags. 29. apríl 2013 er á svipuðum nótum og dómurinn. Þar er einnig vitnað í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hann notaður sem rökstuðningur fyrir réttindum fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

Umsögn ÖBÍ um jafna meðferð á vinnumarkaði.