Skip to main content
Frétt

Draumur einn að láta laga tennurnar

By 20. mars 2015No Comments
Ellen Calmon formaður ÖBÍ mætti í Samfélagið á Rás1 í gærmorgun til þess að ræða um þann vanda sem steðjar að öryrkjum, láglaunafólki og eldri borgurum sem margir hafa ekki efni á því að sækja tannlæknaþjónustu.
Öryrkjar hafa margir hverjir ekki lengur efni á því að fara til tannlæknis segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands í viðtali við Samfélagið á Rás 1 í gærmorgun. Hún segist fá mörg mál þess efnis inn á borð til sín.

Slæmt ástand

Ellen segir tænnlækna geta sett upp hvaða verðskrá sem er en mótframlag ríkisins hafi ekki hækkað í mörg ár og nú sé svo komið að öryrkjar fái einungis 25% af tannlæknakostnaði endurgreiddan.

Ellen segir ástandið vera okkur til háborinnar skammar og ekki verðugt fólki sem telur sig búa í velferðarsamfélagi.

Tannkýli og skyrbjúgur

Í bréfi sem Samfélaginu barst frá hlustanda segir: „… eiginmaður minn sem er að fá tannkýli trekk í trekk og hefur ekki aur til að fara til tannlæknis…Samt væri draumur að geta látið laga tennurnar án þess að allt fari í hnút í okkar einfalda og hamingjuríka lífi…“  

Ellen segist hafa heyrt af konu sem fékk skyrbjúg sökum þess að hún gat ekki borðað nægilega næringarríkan mat af því að hún hafði ekki efni á tannlækningum.

Smelltu á þessa slóð til að hlusta á viðtalið í Samfélaginu á Rás 1