Skip to main content
Frétt

Edda Heiðrún, SÍBS og Öskjuhlíðarskóli verðlaunahafar

By 4. desember 2009No Comments
Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2009 voru veitt í dag á alþjóðlegum degi fatlaðra. Verðlaunin eru veitt til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla. Veitt eru þrenn verðlaun í flokki einstaklings, fyrirtækis og stofnunar, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Dómnefnd komst að eftirfarandi niðurstöðu:

Í flokki einstaklinga:Fulltrúar tilnefndra til Hvatningarverðlauna ÖBÍ ásamt forsetahjónuunum.

  • Edda Heiðrún Backman, fyrir mikinn styrk, kjark og áræðni í að bæta aðstöðu sjúkra og fatlaðra, meðal annars með söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“.

Í flokki fyrirtækja:

  • SÍBS – Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, fyrir fyrirmyndaraðgengi við SÍBS-húsið, Síðumúla 6.

Í flokki stofnana:

  • Öskjuhlíðarskóli, fyrir að gera nemendur hæfa til þátttöku í samfélaginu á sem flestum sviðum eftir því sem geta þeirra leyfir.

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin en hann er verndari verðlaunanna.

Dómnefnd var skipuð þeim Ólöfu Ríkarðsdóttur fyrrverandi formanni ÖBÍ, Kristínu Rós Hákonardóttur afrekskonu í sundi, Kristínu Ingólfsdóttur rektor HÍ, Davíð Þór Jónssyni, guðfræðingi og Þorkeli Sigurlaugssyni framkvæmdastjóra þróunarsviðs HR, sem var falið að velja verðlaunahafa úr hópi tilnefndra.

Hönnuður verðlaunanna er Þórunn Árnadóttir en hún útskrifaðist af vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007.Hún stundar nú framhaldsnám við Royal Academy of Art í London.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddu fjölmenni.