Skip to main content
Frétt

Einstaklingsráðgjöf til nýrra örorkulífeyrisþega

By 4. febrúar 2009No Comments
Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar býður nú nýjum örorkulífeyrisþegum í Reykjavík einstaklingsráðgjöf. Þeim verður boðið að koma í viðtal og ræða við þjónusturáðgjafa hjá Tryggingastofnun sem upplýsir hann um réttindi og þjónustuleiðir.

Markmiðið með þessari nýjung Tryggingastofnunar í þjónustu við lífeyrisþega er að kynna fyrir öryrkjum helstu réttindi þeirra í almannatryggingakerfinu, þjónustuleiðir, reiknivél lífeyristrygginga og upplýsinga- og þjónustuvefi stofnunarinnar, www.tr.is og www.tryggur.is

Nýir örorkulífeyrisþegar geta því vænst þess að u.þ.b. 2 – 4 vikum eftir að staðfesting á örorku liggur fyrir fái þeir bréf frá þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar með boði um að koma í viðtal við nafngreindan þjónusturáðgjafa á ákveðnum degi. Ef tíminn hentar ekki er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð og breyta tímanum. Sjá nánar á heimasíðu TR.