Skip to main content
Frétt

Einstaklingsþjónusta hjá TR vel nýtt

By 25. febrúar 2010No Comments
Með einstaklingsþjónustu kynnir TR starfsfólk nýjum lífeyrisþegum helstu réttindi sín í almannatryggingakerfinu. Um helmingur nýrra endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega nýttu sér tilboð Tryggingarstofnunar ríkisins árið 2009 um einstaklingsþjónustu.

Markmiðið með einstaklingsþjónustu TR er m.a. að kynna helstu réttindi í almannatryggingakerfinu, þjónustuleiðir, reiknivél lífeyristrygginga og upplýsinga- og þjónustuvefi stofnunarinnar.

Þessi þjónusta er því komin til að vera, segir í frétt TR, þar sem hún hefur fallið í mjög góðan jarðveg.