Skip to main content
Frétt

Eitt samfélag fyrir alla

By 5. maí 2006No Comments
Þann 21. apríl var kynningarátaki ÖBÍ ýtt úr vör í Kringlunni mað aðstoð ungliðahreyfinga aðildarfélaga ÖBÍ.

Fulltrúar frá Nýung (ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar), Ungblind (ungliðahreyfing Blindrafélagsins),. Nyms (ungliðahreyfing MS félagsins) og Puttalingar (ungliðahreyfing Félags heyrnarlausra) voru á staðnum til að vekja almenning til umhugsunar um hvernig það er að búa í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir þátttöku allra. Var ungliðunum mjög vel tekið.

Auglýsingar ÖBÍ vísa á gamansaman og eftirtektarverðan hátt til fáránleikans sem felst í því að samfélagið skuli ekki gera ráð fyrir allri þeirri fjölbreyttu flóru mannslífs sem í því býr.

Átakið er undanfari kynningar á nýjum hugmyndum um betra samfélag sem ÖBÍ hefur unnið í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara. Á bak við þessi samtök standa um 60 þúsund manns. Eitt samfélag fyrir alla er inntak nýju hugmyndafræðinnar.