Skip to main content
Frétt

Ekkert lagt til starfsendurhæfingarsjóðs

By 11. desember 2013No Comments

Samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til að 290 milljóna króna framlag ríkisins til starfsendurhæfingarsjóðs verði fellt niður. 

Samkomulag var um að sjóðurinn yrði fjármagnaður af ríkinu að einum þriðja, með 900 milljóna króna framlagi.

Í fjárlagafrumvarpinu var búið að lækka það í 290 milljónir króna, en í tilllögum, sem nú er unnið með, er ríkisframlagið alveg fellt niður.