Skip to main content
Frétt

Ellen Calmon endurkjörin formaður ÖBÍ

By 3. október 2015No Comments
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 3. október.

Í framboði til formanns voru Ellen Calmon, ADHD samtökunum og Guðjón Sigurðsson, MND félaginu á Íslandi. Ellen var endurkjörin formaður bandalagsins til tveggja ára með 88 atkvæðum. Guðjón hlaut 22 atkvæði og 3 atkvæði voru auð.

Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var sjálfkjörin varaformaður til eins árs þar sem annað framkomið framboð var dregið til baka.

Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsf., var sjálfkjörin gjaldkeri til eins árs.

Þessa skal getið að kosið var eftir nýjum lögum ÖBÍ sem samþykkt voru á aðalfundi bandalgsins 2014. Kosið var til allra embætta að þessu sinni.

Formenn málefnahópa til tveggja ára

Kosið var um formenn í fimm málefnahópa og sitja þeir formenn einnig í stjórn bandalagsins. Þau eru:

Formaður málefnahóps – Kjaramál

 • María Óskarsdóttir, Sjálfsbjörg lsf.

Formaður málefnahóps – Aðgengi

 • Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg lsf.

Formaður málefnahóps – Heilbrigðismál

 • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sjálfsbjörg lsf

Formaður málefnahóps – Atvinnu- og menntamál

 • Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félag heyrnarlausra

Formaður málefnahóps – Sjálfstætt líf

 • Rúnar Björn Herrera, SEM samtökunum

Ellefu manna stjórn

Þá voru kosnir 11 stjórnarmenn í einni kosningu og réði atkvæðafjöldi hvaða fjórir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára og hverjir 7 til eins árs. Í framboði voru 18 fulltrúar.

Stjórnarmenn til tveggja ára eru(röð stjórnarmanna samkvæmt atkvæðamagni) :

 • Svava Aradóttir, FAAS
 • Svavar Kjarrval Lúthersson, Einhverfusamtökunum
 • Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Geðhjálp
 • Árni Heimir Ingimundarson, Málbjörg – félagi um stam

Jafnframt voru 7 af 11 manna stjórninni kosnir til eins árs. Þau eru:

 • Erna Arngrímsdóttir, SPOEX
 • Kristín Björnsdóttir, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
 • Daníel Ómar Viggósson, CP félaginu
 • Ægir Lúðvíksson, MND félaginu á Íslandi
 • Garðar Sverrisson, MS-félaginu Íslands
 • Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélagi
 • Emil Thoroddsen, Gigtarfélagi Íslands

Fulltrúar í laganefnd, kjörnefnd og skoðunarmenn reikninga

Skoðunarmenn reikninga til tveggja ára voru kjörnir: Fríða Bragadóttir, LAUFi, félagi flogaveikra og Hrönn Petersen, CCU samtökunum.

Varamenn skoðunarmanna reikninga vour kjörnir: Ólafur Dýrmundsson, Stómasamtökum Íslands og Valdimar Leó Friðriksson, MS félagi Íslands

Í 5 manna kjörnefnd gáfu allir nefndarmenn kost á sér til endurkjörs og voru þeir aðilar kjörnir einróma, Albert Ingason, SPOEX, Dagný Erna Lárusdóttir, SÍBS, Jón Þorkelsson, Stómasamtökum Íslands, Sigurbjörg Ármannsdóttir, MS félagi Íslands og Sigurður R. Sigurjónsson, SÍBS.

Í 5 manna laganefnd til tveggja ára voru eftirtalin kjörin: Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélagi Íslands, Ingi Hans Ágústsson, HIV Ísland, Ingveldur Jónsdóttir, MS félagi Íslands, Svavar Kjarrval, Einhverfusamtökunum og Þröstur Emilsson, ADHD samtökunum.
Framhaldsaðalfundur boðaður 6. október

Ekki tókst að ljúka fundarstörfum og þar á meðal var kosningu varamann í stjórn vísað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður á Hilton hóteli, 6. október kl.16-22.

Tengill á kjör varamanna, 6. október.