Skip to main content
Frétt

Ellen Calmon kosin formaður ÖBÍ með naumum meirihluta atkvæða

By 19. október 2013No Comments

Aðalfundur ÖBÍ var haldinn á Grand Hóteli Reykjavík í dag, 19. október 2013. Í framboði til formanns voru Ellen Calmon, ADHD samtökunum og Guðmundur Magnússon, SEM samtökunum, formaður ÖBÍ frá 2009. Ellen var kjörin formaður bandalagsins til tveggja ára með naumum meirihluta atkvæða. Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var kjörinn varaformaður til eins árs. Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg lsf., var endurkjörinn gjaldkeri ÖBÍ til tveggja ára.  

Ellen formaður og Halldór varaformaður

Kosið var um tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Þrír gáfu kost á sér og kosningu hlutu Klara Geirsdóttir, Félagi CP á Íslandi og Sveinn Guðmundsson, SÍBS.

Þrír varamenn til eins árs voru kjörnir, Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félagi heyrnarlausra, Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélagi og Ægir Lúðvíksson, MND félaginu á Íslandi.

Fulltrúar í laganefnd, kjörnefnd og skoðunarmenn reikinga

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir til eins árs, Daniel G. Björnsson, Heyrnarhjálp og Fríða Bragadóttir, LAUFi, félagi flogaveikra.

Í 5 manna kjörnefnd gáfu allir nefndarmenn kost á sér til endurkjörs og voru þeir aðilar kjörnir einróma, Albert Ingason, SPOEX, Dagný Erna Lárusdóttir, SÍBS, Jón Þorkelsson, Stómasamtökum Íslands, Sigurbjörg Ármannsdóttir, MS félagi Íslands og Sigurður R. Sigurjónsson, SÍBS.

Í 5 manna laganefnd gaf einn kost á sér til áframhaldandi starfa. Aðilar kjörnir í laganefnd eru Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélagi Íslands, Ingi Hans Ágústsson, HIV Ísland, Ingveldur Jónsdóttir, MS félagi Íslands og Ólína Sveinsdóttir, Parkinsonsamtökunum og Svavar Kjarrval, Einhverfusamtökunum.

Þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum.
  • Ályktun aðalfundar ÖBÍ 19. október 2013 um kjaramál
  • Ályktun aðalfundar ÖBÍ 19. október 2013 um kostnað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu
  • Ályktun aðalfundar ÖBÍ 19. október 2013 um notendastýrða persónulega aðstoð