Skip to main content
Frétt

Endurgreiðsla ferðakostnaðar innanlands leiðrétt hjá Sjúkratryggingum Íslands

By 20. desember 2012No Comments

Á tímabilinu 1. október 2011 til 1. júní 2012 var viðmiðurnargjald vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar innanlands rangt reiknað. Þeir sem ferðuðust á þeim tíma, vinsamlega kanni hvort leiðrétting hafi borist frá SÍ.

Öryrkjabandalagi Íslands barst erindi einstaklings í sumar þar sem ekki vritist hafa verið reiknað út frá réttu viðmiðunargjaldi fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar innanlands. ÖBÍ sendi fyrirspurn vegna þessa til Sjúkratrygginga Íslands. Könnun leiddi í ljós að villa var í leiðbeiningarskjali hjá SÍ.

Kílómetragjald vegna ferða sem farnar voru á tímabilinu 1.10.2011 – 31.05.2012 var kr. 29,55 en hefði átt að vera 31,60. Á tímabilinu 01.06.2012 – 30.09.2012 var það kr. 29,55 ena hefði átt að vera 33,45 kr.

Sjúkratryggingar hafa nú unnið að endurreikningi á þessu tímabili og ættu leiðréttingargreiðslur að vera að berast þeim sem í lentu.

Svarbréf Velferðaráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands