Skip to main content
Frétt

Endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun – tekjuviðmið hækkar

By 15. apríl 2013No Comments

Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi 4. maí.

Samhliða breytingum þeim sem framundan eru í greiðsluþátttöku vegna lyfja mun reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun hækk þann 4. maí næst komandi.

Í reglugerðinni segir meðal annars að heimilt sé að endurgreiða að hluta útgjöld sjúkratryggðra einstaklinga vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar og talþjálfunar enda teljist þau umtalsverð miðað við tekjur sjúkratryggðs eða fjölskyldu hans.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðar þessarar.

Í 3. grein reglugerðarinnar segir að við mat á því hvort endurgreiða skuli útgjöld vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar skuli leggja til grundvallar kostnað sjúkratryggðs einstaklings eða fjölskyldu að teknu tilliti til viðmiðunartekna, sem eru skattskyldar árstekjur einhleypings eða fjölskyldu næsta almanaksár á undan. Viðmiðunartekjurnar eru mismunandi eftir því hvort um einstakling eða fjölskyldu er að ræða.

Einhleypingur eða fjölskylda greiðir kostnað sem miðast við 0,7% af tekjum en fær endurgreitt hlutfall af útgjöldum umfram kostnaðinn. Endurgreiðsluhlutfallið lækkar með hækkandi tekjum. Þegar viðmiðunartekjur eru yfir 3.890.000 hjá einhleypingi og 6.340.000 kr. hjá fjölskyldu er ekki lengur um endurgreiðslu að ræða, sbr. þó 4. mgr.

Fyrir hvert barn yngra en 18 ára dragast 435.000 kr. frá árstekjum. Heimilt er þó að víkja frá viðmiðunartekjum skv. 3. mgr. ef um verulega lækkun tekna er að ræða, svo sem vegna alvarlegra veikinda eða atvinnumissis.

Viðmiðunartekjur
einhleypings
  Endurgreiðslu
hlutfall
 1.820.000 kr. og lægri 0,7% af tekjum  90%
 1.820.000-2.750.000 0,7% af tekjum  75%
 2.750.000-3.890.000 0,7% af tekjum  60%

Viðmiðunartekjur
fjölskyldu

  Endurgreiðslu
hlutfall 
 2.960.000 kr. og lægri 0,7% af tekjum  90%
 2.960.000-4.480.000 0,7% af tekjum  75%
 4.480.000-6.340.000 0,7% af tekjum  60%

Tengill á reglugerðina sem tekur gildi 4. maí 2013