Skip to main content
Frétt

Endurgreiðslur vegna almennra tannlækninga barna

By 5. júlí 2012No Comments
Gjaldskrá vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára hækkar tímabundið um 50%, frá 1. júlí til næstu áramóta.

Meginástæðan er sú að enginn samningur hefur verið í gildi milli ríkisins og tannlækna um margra ára skeið og hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar vegna tannlækninga barna hefur lækkað verulega.

Unnið að framtíðarlausn

Í starfshópi velferðarráðherra sem lagði til þessa breytingu um tímabundna hækkun gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands sátu fulltrúar velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, Tannlæknafélags Íslands, Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og heilsugæslunnar og var hópurinn einhuga um tillöguna. Velferðarráðherra hefur veitt starfshópnum umboð til að vinna að tillögum um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna. Stefnt er að því að ná samningum við tannlækna og að nýtt fyrirkomulag taki gildi í áföngum með bættri þjónustu við börn og barnafjölskyldur.

 Fréttin í heild á heimasíðu velferðaráðuneytisins.