Skip to main content
Frétt

Engin áform um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga

By 7. mars 2014No Comments

„Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega“ segir í gagnrýni Ellenar Calmon, formanns ÖBÍ

Félags- og tryggingamálaráðherra, Eygló Harðardóttir, segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði.
Í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu.

Geta ekki beðið í hið óendanlega
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað. Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. „Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag.“

„Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega“

Fréttin í heild á visir.is