Skip to main content
Frétt

Fötlun og menning

By 28. mars 2014No Comments

Öryrkjabandalag Íslands, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir stóðu fyrir þessu fjórða af fjórum málþingum um mannréttindi hversdagsins. 

Á málþinginu var fjallað um margslungin tengsl menningar og fötlunar og birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum, bæði í sögu og samtíma.

Aðalfyrirlesari á málþinginu var bandaríska fræðakonan dr. Rosemarie Garland-Thomson,  sem löngu er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á birtingarmyndum fötlunar í sjónrænni menningu. 

Aðrir fyrirlesarar voru fræðafólk af ýmsum fræðsviðum og höfundar greina í bókinni „Fötlun og menning. Íslandssagan í öðru ljósi.“ Einnig kom fatlað listafólk fram.

Upptökur frá málþinginu (fyrri hluti)

 • Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands 
 • Ávarp: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
 • Blokkflautuleikur: Gísli Helgason, blokkflautuskáld 
 • Gender and Disability in Visual Culture: Rosemarie Garland-Thomson, prófessor við Emory háskóla í Bandaríkjunum 
 • Til sýnis. Fatlað fólk, furðuverur og fjölleikahús: Kristín Björnsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 
 • Aðstæður geðveiks fólks í Reykjavík á 19. öld: Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur
 • Fötlun og safnastarf: Sigurjón B. Hafsteinsson, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Upptökur frá málþinginu (síðari hluti)

 • Svipmyndir: Ármann Jakobsson, prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands 
 • Undrabörnin: Birtingarmyndir fötlunar í ljósmyndasýningu Mary Ellen Mark: Rannveig Traustadóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 
 • Hvað er fötlunarlist? Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
 • Táknmálskórinn Vox Signum
 • Fötlun í barnabókum: Guðrún Steinþórsdóttir, bókmenntafræðingur 
 • Staða fatlaðs fólks í íslensku bændasamfélagi: Eiríkur Smith, doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 
 • Það er nú saga að segja frá því…: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur
 • Málþingslok