Skip to main content
Frétt

Fundargerð 4. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 18. janúar 2018

By 10. janúar 2019No Comments

Fundargerð 4. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 18. janúar 2018

kl. 16:00 – 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

1.   Setning fundar.

Formaður setti fund kl. 16:07 og sagði frá fundi sem hún sat hjá velferðarnefnd. Á næstu vikum munu alþingismenn koma í heimsókn á skrifstofu ÖBÍ og fá kynningu á SRFF.

2.   Fundargerðir frá 7. desember og 18. desember 2017.

Fundargerðirnar voru samþykktar.

3.   Skýrsla formanns.

Skýrsla formanns var send út fyrir fundinn. Einnig var sagt frá því að velferðarráðu-neytið hefði beðið um tilnefningu á aðalmanni í ráðgefandi ráð um málefni fatlaðs fólks fyrir norrænu ráðherranefndina.

Rúnar sagði frá því að ÖBÍ, Þroskahjálp, Fötlunarfræði Háskóla Íslands, Átak, Tabú og NPA miðstöðin hafa unnið saman við reglugerðir og frumvörp sem snúa að NPA. Hópurinn er sterkur og vinnur vel saman.

4.   Skipan í málefnahóp ÖBÍ um málefni barna.

Skipa þarf 6 aðalmenn og tvo varamenn í málefnahóp ÖBÍ um málefni barna. Átta tilnefningar bárust og var samþykkt að framkvæmdaráð og formaður málefna-hópsins komi með tillögu til stjórnar um skipan í hópinn.

5.   Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 til afgreiðslu.

Formaður breytti starfsáætluninni samkvæmt þeim athugasemdum sem fram komu og var hún samþykkt.

Gjaldkeri sagði frá fjárhagsáætlun 2018 sem hefur verið uppfærð miðað við athugasemdir og var hún samþykkt.

6.   Fundaráætlun 2018.

Fundaráætlun stjórnar, framkvæmdaráðs, aðalfundar, stefnuþings og fleira var kynnt með fyrirvara um breytingar. Samþykkt.

7.   Sveitarstjórnarkosningar.

Stefnt er á að hafa fundi víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu í apríl og maí því mikilvægt er að eiga samtal við fólk sem að býður sig fram til sveitarstjórna og virkja aðildarfélögin til að taka þátt.

8.   Önnur mál.

a) Starfsmannamál.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur, er komin aftur til starfa og mun vinna að skuggaskýrslugerð. Þórdís Viborg er í 100% starfi sem starfsmaður málefna-hóps um atvinnu- og menntamál og málefnahóps um málefni barna. Katrín Oddsdóttir, starfsmaður málefnahóps um sjálfstætt líf mun sinna því starfi sem verktaki í tímavinnu fram á vor.

b) Athugasemd við fundargerð.

Í fundargerð frá 18. desember 2017 sem samþykkt hefur verið hafi umræða um innbyrðis mismunun í fjárlögum ekki komið nógu skýrt fram í umsögn ÖBÍ um málið. Barnabætur eru miðaðar við 12 mánuði aftur í tímann og er breytingin 7,4% á meðan lífeyrisgreiðslur eru áætlaðar 12 mánuði fram í tímann, sem eru 4,7%. Fram kom að í umsögn ÖBÍ var þessu tvennu haldið aðskildu.

c) Listi yfir nefndir.

Lista var dreift yfir stjórnir, nefndir og ráð sem ÖBÍ á fulltrúa í sem athuga þarf skipun í á árinu 2018.

d) Næsti stjórnarfundur.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn 15. febrúar 2018.

Formaður sleit fundi klukkan 18:03.

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.