Skip to main content
Frétt

Er hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi betur borgið með eða án ESB?

By 7. janúar 2013No Comments

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum vann skýrslu fyrir ÖBÍ um þessi mál.

„Er hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi betur borgið með eða án aðildar að Evrópusambandinu?“ er heiti skýrslunnar og spurningum þar að lútandi svarað eftir bestu getu.

Í niðurstöðum kemur fram að hagsmunum sé betur borgið með aðild. Með því að byggja á greiningu á stöðu málefna fatlaðs fólks innan ESB og samanburði við aðstæður hér á landi er þetta svar nokkuð afdráttarlaust og að flest rök leiði til þess að hagsmunum fatlaðs fólks sé betur borgið innan en utan þess.

Þar segir einnig: „Afar mikilvægt er þó að taka fram að aðild að Evrópusambandinu skapar tækifæri til jákvæðrar þróunar en tryggir hana ekki. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagamunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og möguleika sem faglegt starf, framsækin stefna og lagasetningar ESB veita. Í framkvæmd vegur það þyngst hvort stjórnvöld og hagsmunasamtök á Íslandi nota sér þau tækifæri sem aðild að ESB býður.“

Loks er hnekkt á í textanum að Evrópusambandið sé ákaflega flókið og til að gera umfjöllunina aðgengilega hafi ýmislegt varðandi starfsemi, uppbyggingu og stofnanir þess verið einfaldað. Og ítrekað einnig að í skýrslunni sé einungis tekið tillit til hagsmuna sem varða málefni fatlaðs fólks og ekki tekið mið af neinum öðrum hagsmunum sem snerta aðild Íslands að ESB.

Skýrslan í heild (word-skjal)  

Skýrslan á pdf-formi (800 Kb)