Skip to main content
Frétt

Evrópuár 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun

By 22. júní 2010No Comments
Fréttir og upplýsingar frá viðburðum hér heima og í Evrópu tengdir árinu 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. 

Fundur um fátækt og félagslega einangrun 9. maí, í þjóðfundarstíl

Fundur skipulagður af stýrihópi á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins var haldinn 9. maí. Var hann í þjóðfundarstíl þar sem fjallað var um fátækt og félagslega einangrun. Yfir 80 manns tóku þátt í fundinum og margar áhugaverðar tillögur komu þar fram. Verða nokkrar þeirra tilgreindar hér:

  • Jafna lífskjör í samfélaginu með því að allir hafi störf við hæfi, húsnæði og möguleika til að taka þátt í samfélaginu og mótun þess.
  • Byrja nógu snemma að innræta grunngildi samfélagsins um virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og umhyggju fyrir samfélaginu.
  • Öllum þegnum sé tryggð viðurkennd lágmarksframfærsla með atvinnu, mannsæmandi launum og/eða samfélagslegum greiðslum.
  • Velferð skapar verðmæti, félagsleg og efnahagsleg. Samfélagið þarfnast þátttöku allra og ber á móti að veita öllum úrræði við hæfi.
  • Atvinna, menntun, endurmenntun og tækifæri er krafa og grundvöllur lífsgæða og félagslegrar virkni.

Sjá nánar í frétt um fundinn á heimasíðu félags- og tryggingarmálaráðuneytis. Einnig var fjallað um fundinn á Stöð 2 og visir.is 

Þann 4. júní var fyrsti fundur í fundarröð vegna ársins

Stýrihópur Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun boðaði til þessa fundar og  voru fyrirlesarar  Guðný Björk Eydal frá Háskóla Íslands, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Sólveig Reynisdóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Heimasíða Evrópuárs 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun

Kíkið á fjölbreyttar upplýsingar sem þar má finna.