Skip to main content
Frétt

Evrópuár 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun

By 16. desember 2010No Comments
Lokaráðstefna 17. desember 2010 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Evrópuárið 2010 er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ísland hefur tekið fullan þátt í verkefninu. Árinu fer senn að ljúka en vinnan heldur áfram.

Fjöldi nýrra verkefna og rannsókna kynntur

Á lokaráðstefnunni verða kynnt mörg þeirra verkefna og rannsókna sem hefur verið ýtt úr vör á árinu, en fjöldi styrkja var veittur til baráttunnar. Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að koma á lokaráðstefnuna og kynnast nokkru af því unnið var að á árinu.

Dagskrá og nánari umfjöllun á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis.