Skip to main content
Frétt

Eyðublaðið Umsókn B breytt hjá TR

By 10. september 2010No Comments
Eyðublaði Tryggingarstofnunar sem kallaðist Umsókn B, hefur verið skipt upp í fjögur eyðublöð

Eyðublaðið var sameiginlegt fyrir umsóknir um dánarbætur, framlag vegna náms og barnalífeyri vegna náms, maka- og umönnunarbætur, meðlag, bráðabirgðameðlag, mæðralaun og barnalífeyri.

Til að einfalda umsóknarferlið hefur þessu verið skipt upp þannig að fjögur umsóknareyðublöð byggð á málaflokkum koma í stað umsóknar B.

Eyðublöðin sem koma í staðinn eru:

  • Umsókn um dánarbætur
  • Umsókn um meðlag, bráðabirgðameðlag, mæðralaun og barnalífeyri
  • Umsókn um framlag vegna náms og barnalífeyrir vegna náms
  • Umsókn um maka- og umönnunarbætur

Nýju eyðublöðin eru komin á tr.is og umsókn B hefur þar með verið tekin út.