Skip to main content
Frétt

Fær aðstoð í eina klukkustund á viku til að versla

By 6. janúar 2012No Comments
Segir 29 ár maður í frétt á Pressunni. Hann er lamaður á höndum og fótum. Í fréttinni kemur fram að mál Alberts Jenssen hafi vakið mikla athygli og fleiri gefið sig fram sem segja sína sögu.
Þessi 29 ára gamli maður sem er lamaður á höndum og fótum fær um 30 starfsmenn heimahjúkrunarþjónustu inn á heimili sitt í stað þess að hafa 2 til 3 ef hann nyti notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Tilvitnun í manninn í grein Pressunnar:

Inn á heimili mitt koma reglulega um 30 manns frá borginni. Ég er alltaf að reyna að kenna hvernig ég vil hafa mitt heimilishald og hvernig ég vil að gengið sé um og frá, til dæmis eru teflon pönnur skemmdar, sápum sóað, gengið frá hlutum á vitlausa staði o.fl. Þetta gerist t.d. þegar starfsfólk nær ekki eða nennir ekki vegna álags að læra á mig og ég treysti óvart á það að fólk kunni á mig. Svona litlir hlutir geta einmitt skipt miklu máli þegar maður hefur svo litla stjórn yfir sínu eigin lífi.

Er þetta réttlátt?