Skip to main content
Frétt

Fagráð um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki

By 9. janúar 2014No Comments
Blindrafélagið hefur komið á fót fagráði og vonast til eftir samstarfi við önnur samtök fatlaðs fólks, kemur fram í frétt visir.is

Í desember óskaði Blindrafélagið eftir samstarfi við Félaga heyrnarlausra, Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra. Jafnframt hefur verið óskað eftir samstarfi við Stígamót. En Stígamót eru að fara af stað með tilraunaverkefni til eins árs um fræðslu á ofbeldi til fatlaðra.

Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsinssegir, segir að fréttir af ofbeldi gegn fötluðu fólki hér á landi séu margar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um aðstæður fólks með fötlun séu dregnar fram sláandi upplýsingar sem sýna að fatlað fólk býr við mun meiri hættu á því að verða beitt ofbeldi en aðrir.

Eins og komið hefur fram á Vísi taka þær, Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, , Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir,stjórnarformaður NPA miðstöðvarinnar og  Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, undir það.

??„Umræðuna má annars vegar rekja til umræðu á norrænu vettvangi blindrasamtaka og hins vegar til málsins með Karl Vigni Þorsteinsson en hann hafði á sínum tíma komið að starfsemi innan Blindrafélagsins,“ segir Kristinn Halldór. Fréttaflutningur í gær af því að máli karlmanns á níræðisaldri sem fellt var niður,  hafi orðið til þess að þau vildu koma þessu að í fréttum.

Viðtalið við Kristinn Halldór í heild á visir.is