Skip to main content
Frétt

Falleinkunn á stjórn Strætó

By 21. maí 2015No Comments

Innleiðing og framkvæmd breytinga á ferðaþjónustu fatlaðs fólks fær falleinkunn í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem birt var í gær.

Í aðdraganda breytinga á ferðaþjónustu fatlaðs fólks var ákvarðanataka og stefnumótun sveitarstjórna til fyrirmyndar á margan hátt og samstarf við hagsmunaaðila gott. Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg og önnur hagsmunafélög fatlaðs fólks komu að undirbúningi áætlunarinnar og lögðu fram ákveðnar kröfur um hvernig innleiðingu og framkvæmd breytinga skyldi háttað.

Lítið samráð við hagsmunasamtök eftir febrúar 2014

Lítið samráð var þó haft við félögin frá febrúar 2014 og kröfur þeirra voru að verulegu leyti hunsaðar þegar kom að innleiðingunni. Þegar samkomulag sveitarfélaganna og Strætó bs. var undirritað í maí 2014 er engu líkara en að báðir aðilar hafi hafi talið sig vera að afsala sér ábyrgð. Eftir það var eftirlit lítið, upplýsingaflæðið þornaði upp og allt samstarf við hagsmunaaðila og notendur varð að engu. Reynslumiklum starfsmönnum þjónustuvers var sagt upp, breytingarnar voru keyrðar í gegn á annatíma um áramótin í stað þess að bíða fram á sumar og ekki var framkvæmd notendakönnun.

Þarfir og skoðanir fólksins ekki virtar

Innri endurskoðun gagnrýnir að ekki hafi verið ráðinn breytingastjóri til að hafa umsjón með öllu ferlinu og samþætta alla þræði. Mikið vantaði upp á að tekið hafi verið tillit til skoðana og þarfa starfsfólks, notenda og annarra hagsmunaaðila í ferlinu og upplýsingagjöf var verulega ábótavant. Það hafi ekki vakið tiltrú á framkvæmdinni.

Hér má lesa skýrsluna heild