Skip to main content
Frétt

Fékkstu endurkröfu – er verktakagreiðsla skráð sem aðrar tekjur?

By 21. ágúst 2009No Comments
Um síðastliðin mánaðamót sendi TR lífeyrisþegum endurreikning á bætur 2008. Þá fengu margir lífeyrisþegar endurkröfur, sumir vegna ranglega skráðra verktakalauna.

Nokkur dæmi hafa borist til ÖBÍ frá örorkuþegum þar sem í ljós hefur komið að endurkrafa myndast því lífeyrisþeginn var með verktakalaun. Þessir aðilar hafa í tekjuáætlun skráð þessi verktakalaun sem launatekjur. Eftir álagningu keyrast þessar tekjur aftur á móti sem aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða að fullu bætur lífeyrisþega á meðan launatekjur eiga sitt frítekjumark og skerða því ekki eins mikið. Þessir aðilar eru því að lenda í óréttmætri skerðingu bóta.

Reitur 24 á skattframtali – rekstrarskýrsla

Bent skal á að vegna verktakagreiðslna hjá lífeyrisþegum þarf að hafa eftirfarandi í huga við gerð skattaframtals: Verktakagreiðslur eru ekki forskráðar á framtal. þar sem gert er ráð fyrir að launþegi geri rekstrarskýrslu sem er eyðublað 4.10 eða 4.11. og færi nettó niðurstöðu á tekjublaðið í reit 24.
Þegar niðurstaðan er færð í þennan reit ætti að vera tryggt að tekjurnar séu inn í stofni sem er til útreiknings launatekna og þar af leiðandi komið inn í útreikning frítekjumarks við útreikning lífeyrisgreiðslna.

Kæra til skattstjóra og andmæla til TR

Lífeyrisþegar sem hafa lent í slíku eru hvattir til að kæra til Skattstjóra sem hann gerði skattframtal sitt hjá og láta fylgja með rekstrarskýrslu 4.10 eða 4.11 eftir því sem við á. (hægt er að leita upplýsinga hjá starfsfólki skattstofu)

Þá þarf einnig að andmæla til TR og láta staðfestingu um að álagning skatta vegna tekjuársins 2008 hafi verið kærð til skattstjóra.

Kærufrestur rennur brátt út!

Kæra til skattstjóra þarf að berast í síðasta lagi 31. ágúst 2009.
Andmæli til TR þarf að berast í síðasta lagi 28. ágúst.