Skip to main content
Frétt

Félag heyrnarlausra hefur ákveðið að kæra TR fyrir brot á mannréttindum

By 19. nóvember 2010No Comments
Félag heyrnarlausra hefur ákveðið að kæra Tryggingastofnun ríkisins fyrir brot á réttindum fatlaðra. Heyrnarlausir sem leita eftir þjónustu hjá stofnuninni þurfa sjálfir að greiða fyrir táknmálstúlk. TR telur stofnuninni ekki skylt að greiða fyrir túlka.

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir að með þessu sé stofnunin að brjóta gegn réttindum heyrnarlausra. Tryggingastofnun á að tryggja aðgengi, þannig að heyrnarlausir geta haft samskipti við þessa stofnun. Það er alveg skýrt að hérna er verið að brjóta mannréttindi. Heyrnarlausir eru háðir að vera í sambandi við Tryggingastofnun ríkisins. Þeir fá bætur frá Tryggingastofnun og þurfa því að hafa samskipti við þessa stofnun með táknmálstúlk. En Tryggingastofnun ríkisins neitar að greiða fyrir táknmálstúlkinn.