Skip to main content
Frétt

Félag um fötlunarrannsóknir stofnað

By 6. desember 2006No Comments
Þann 23. nóvember sl. var Félag um fötlunarrannsóknir stofnað. Við sama tilefni var kynnt ný íslensk bók í fötlunarfræðum. Í stjórn félagsins voru kosin Rannveig Traustadóttir formaður, Gerður A Árnadóttir, Dóra Bjarnadóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Hann Björg Sigurjónsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson og Snæfríður Þ. Egilson.

Markmið félagsins er að efla rannsóknir og þróunarstarf í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi með því að

  • Skapa vettvang fyrir fræðilega og faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf
  • Efla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi
  • Beita sér fyrir útgáfu á fræðilegu efni um málefni fatlaðs fólks á íslensku
  • Stuðla að aukinni þekkingu og færni á sviði fötlunarrannsókna
  • Skapa vettvang fyrir þverfaglegt samstarf um fötlunarrannsóknir
  • Efla samstarf um rannsóknir milli fatlaðs fólks og fræðimanna
  • Stuðla að norrænu og alþjóðlegu samstarfi og tengslum á sviði fötlunarrannsókna

Þeir sem skrá sig í félagið fyrir áramót teljast stofnfélagar.

Í tengslum við stofnfundinn hélt Tom Shakespeare fræðimaður við háskólann í Newcastle, fróðlegt erindi um tengsl fötlunarfræða og baráttu fatlaðs fólks. Hann kynnti þar einnig bók sína sem kom út í sptember sl. er heitir, Disability Rights and Wrongs.

Í lok fundar var ný íslensk bók í fötlunarfæðum kynnt: Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði. Níu höfundar rita í bókina, fræðafólk við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla íslands. Ritstjóri verksins er Rannveig Traustadóttir prófessor við Háskóla Íslands.