Skip to main content
Frétt

Félags- og tryggingarmál í kreppu – hvað er framundan?

By 4. mars 2009No Comments
Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp halda 2. fundinn í fundarröð sinni í aðdraganda Alþingiskosninga, í kvöld, miðvikudaginn 4. mars kl. 20.00-22.00 að Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38. Yfirskrift fundarins er:

Félags- og tryggingarmál í kreppu – hvað er framundan?

Frummælendur á fundinum verða:

  • Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags-og tryggingamálaráðherra,
  • Birkir Jón Jónsson, alþingismaður,
  • Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Til umræðu verður meðal annars:

  • uppbygging á þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra
  • afkomutrygging
  • nýtt örorkumat

Pallborðsumræður að loknum framsögum.

Þátttakendur í pallborði verða frummælendur ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka Þroskahjálpar.

Fundurinn er öllum opin. Táknmálstúlkar verða á staðnum.