Skip to main content
Frétt

Félagsmálaráðherra lofar kjaraleiðréttingu til öryrkja

By 28. maí 2013No Comments
Samkvæmt viðtali við Eygló Harðardóttur í fréttatíma RÚV 27. maí

Öryrkjabandalagið hefur barist fyrir leiðréttingu á kjörum öryrkja undanfarin ár og sérstkalega vakið athygli á þeim skerðingum sem öryrkjar urðu fyrir eftir 1. júlí 2009. Skerðing til lífeyrisþega nemur orðið á þriðja tug milljarða.

Í viðtali við Eygló Harðardóttur, nýjan félagsmálaráðherra á RÚV 27. maí kom meðal annars fram að að kjör öryrkja og eldri borgara verði bætt. Bæði verði teknar til baka skerðingar frá júlí 2009 og bætur hækkaðar. Fyrstu úrbætur muni líta dagsins ljós í sumar. Ráðherra sagði einnig orðrétt vegna skerðinganna að:

„Við höfum talað um það að taka til baka þær skerðingar og munum gera það. Síðan er líka mjög mikilvægt á kjörtímabilinu að það verði bætt í hvað lífeyrinn varðar hjá öryrkjum og öldruðum“.

Tengill á fréttina í heild.