Skip to main content
Frétt

Félagsráðgjafi ráðinn í 50% starf hjá ÖBÍ

By 17. apríl 2009No CommentsSigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi, hefur hafið störf á skrifstofu ÖBÍ í 50% starfshlutfalli.

Starf hennar felst aðallega í að sinna ráðgjöf og veita upplýsingum til öryrkja, fatlaðra og aðstandenda Sigríður Hanna Ingólfsdóttirþeirra um réttindi og skyldur og aðstoða í samskiptum þeirra við ýmsar stofnanir er hafa með hagsmunamál þeirra að gera.

Sigríður lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2007 og er auk þess með Magister- gráðu frá árinu 2000 í félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Göttingen í Þýskalandi.

Sigríður hefur starfað við félagsráðgjöf hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar og hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Áður en hún lauk námi í félagsráðgjöf starfaði Sigríður m.a. hjá Tryggingastofnun ríkisins sem sérfræðingur í erlendum málefnum á sjúkratryggingasviði og á þjónustumiðstöð stofnunarinnar.

ÖBÍ óskar Sigríði velfarnaðar í starfi.