Skip to main content
Frétt

Ferðafrelsi – lífsgæði – sjálfsögð réttindi

By 17. apríl 2012No Comments
mjög kostnaðarsamt getur verið fyrir sumt fatlað fólk og langveika að ferðast milli landa þar sem greiða þarf úr eigin vasa fyrir aðstoðarmann og hjálparbúnað. 

Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar sagði í Síðdegisútvarpinu, að samkvæmt lögum eigi að greiða leið fyrir fatlað fólk í ferðamálum. Þeirri skyldu væri ekki sinnt af sveitarfélögum sem fyrir ári tóku við málaflokki fatlaðra frá ríkinu. Mjög kostnaðarsamt væri fyrir fatlað fólk og langveika að ferðast og oft þyrfti að stóla á góðgerðarsamtök og velvild samborgaranna.

Tengill á viðtalið við Grétar Pétur Geirsson
formann Sjálfsbjargar í Síðdegisútvarpinu 13.04.2012.

Tengill á  viðtal við Gerði A. Árnadóttur, formann Þroskahjálpar, um ferðamál fatlaðs fólks og kostnað vegna aðstoðarmanna í ferðum milli landa. Síðdegisútvarpið 12.04.2012.

Tengill á Katljós 11.04.2012 – viðtal við Ingu Björk Bjarnadóttit, námsmann, sem þarf að leggja í mikinn aukakostnað fyrir aðstoðarmann sinn vegna ferðalags erlendis.